Verkfræðingur á Gæðasviði

Össur

Sótt er um starfið í gegnum vefform
Opna vefform
Sótt er um starfið með því að senda tölvupóst á
Senda umsókn

Verkfræðingur á Gæðasviði

Össur

Reykjavík

Hefur þú áhuga á því að brjóta hluti og greina eðli brota og bilana? Gæðadeild Össurar leitar eftir metnaðarfullum og jákvæðum reynslubolta í vélrænar prófanir á stoðtækjum. Verkefni felast m.a. í framkvæmd prófana ásamt skýrslugerðum, þróun og stöðlun prófa, umsýslu með vélbúnaði, hönnun prófunarbúnaðar, greiningu á bilunum á vörum ásamt stöðugum úrbótum í starfsemi Gæðaseturs. Starfið felur í sér samvinnu við þróunardeild og framleiðsludeild ásamt öðrum deildum fyrirtækisins.

STARFSSVIÐ

 • Sérfræðingur í prófunaraðferðum og notkun prófunarbúaðar
 • Þróun prófunar-búnaðar og -aðferða
 • Framkvæmd sértækra prófana og skýrslugerðir
 • Umsýsla með prófunarsvæði, vélum og tengdum búnaði
 • Sérfræðingur í bilanagreiningum á vörum
 • Samþætting prófana með þróunar- og framleiðsludeild

HÆFNISKRÖFUR

 • Háskólapróf sem nýtist í starfi, verkfræði eða tæknifræði
 • Reynsla í véltækni, smíði eða bilunum og brotfræðum
 • Haldbær þekking og reynsla á burðarþols-, efnis- og brotfræði
 • Reynsla og þekking á beitingu staðla kostur
 • Þekking á kröfum fyrir lækningatæki kostur
 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Sjálfstæð vinnubrögð
 • Mjög góð enskukunnátta

Umsóknarfrestur er til og með 1. mars

Össur

Vefsíða

Staðsetning

Reykjavík

Starfshlutfall

100%

Auglýsing birt

Umsóknarfrestur

1.3.2021

Sérfræðistörf
Sækja um
Sækja um