Verkefnastjóri í innri endurskoðun

Reykjavíkurborg

Sótt er um starfið í gegnum vefform
Opna vefform
Sótt er um starfið með því að senda tölvupóst á
Senda umsókn

Verkefnastjóri í innri endurskoðun

Reykjavíkurborg

Reykjavík

Laust er til umsóknar starf verkefnisstjóra í innri endurskoðun upplýsingakerfa.

Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar fer með fjármála- og stjórnsýslueftirlit hjá Reykjavíkurborg í umboði borgarráðs. Innri endurskoðun leggur mat á og bætir virkni áhættustýringar, eftirlitsaðferða og stjórnarhátta hjá borgarsjóði, Orkuveitu Reykjavíkur, Faxaflóahöfnum, Félagsbústöðum, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, Malbikunarstöðinni Höfða og Félagsbústöðum. Við leitum leitar eftir verkefnastjóra með áherslu á upplýsingatækni og hjá okkur býðst krefjandi og fjölbreytt starf í góðu starfsumhverfi.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Greining á tæknilegu umhverfi borgarinnar og dótturfélögum.
 • Úttektir og mat á stjórnkerfi upplýsingaöryggis.
 • Mat á lykiláhættuþættum í starfsemi Reykjavíkurborgar og dótturfélögum.
 • Óháð og hlutlæg staðfesting og ráðgjöf sem ætlað er að bæta skilvirkni í rekstri borgarinnar.
 • Þátttaka í teymisvinnu í öðrum úttektum og verkefnum.
 • Kemur fram fyrir hönd Innri endurskoðunar í verkefnisteymum innan Reykjavíkurborgar og fyrirtækja hennar og á fundum með stjórnendum.

Hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
 • Þekking og reynsla af upplýsingatækni og gæðastarfi.
 • Reynsla á sviði tölvuendurskoðunar er kostur.
 • Próf í tölvuendurskoðun „Certified Information Systems Auditor, CISA" er kostur.
 • Reynsla á sviði innri endurskoðunar er kostur.
 • Greiningar- og skipulagshæfni.
 • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
 • Frumkvæði, sjálfstæði og fagmennska.
 • Jákvæðni og góðir samskiptahæfileikar.

Frekari upplýsingar um starfið

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.

Reykjavíkurborg

Vefsíða

Staðsetning

Reykjavík

Starfshlutfall

100%

Auglýsing birt

Umsóknarfrestur

9.3.2021

Sérfræðistörf
Sækja um
Sækja um