Útstillingahönnuður

H&M

Sótt er um starfið í gegnum vefform
Opna vefform
Sótt er um starfið með því að senda tölvupóst á
Senda umsókn

Útstillingahönnuður

H&M

Akureyri

Visual Merchandiser er starf fyrir skapandi og þróttmikið fólk. Þú elskar tísku og veist allt um nýjustu sveiflur og línur. Þú ert sérfræðingur í stíl og framsetningu á tískufatnaði. Viðskiptavinurinn er í forgrunni í öllu starfi þínu og þíns teymis. Þú ert skapandi í markaðssetningu og getur skapað spennandi, markvisst og notalegt verslunarumhverfi fyrir alla viðskiptavini.

Það er engu logið um að tíska er þín ástríða. Þú fylgist með öllu sem gerist og hefur næmt auga fyrir því hvernig hægt er að sýna og kynna línurnar okkar á skemmtilegan og söluhvetjandi hátt. Við leitum að manneskju sem kann að vinna með öðrum, er hugmyndarík og frjó og er öðrum hvatning og innblástur. Þú nýtur þess að vera þar sem hlutirnir gerast og engir tveir vinnudagar eru eins.

Starf þitt er að kynna flíkurnar okkar á aðlaðandi hátt og fylgja sölutengdum viðburðum eftir til að tryggja að vörurnar okkar seljist vel. Þú sérð um gluggaútstillingar og útstillingar í verslunum — og sérð til þess að verslunin sé lífleg og nýtískuleg, á allan hátt. Þú þjálfar einnig og leiðbeinir samstarfsmönnum í versluninni í sjónrænni vörukynningu og útstillingum á flíkum. Þig langar að gera hverja heimsókn viðskiptavina og öll kynni þeirra af bæði vörumerkinu okkar og starfsfólkinu eftirminnileg og áhugaverð. Markmið þitt er að hjálpa öllum að bæði líta vel út og líða vel..

H&M

Vefsíða

Staðsetning

Akureyri

Starfshlutfall

100%

Auglýsing birt

Umsóknarfrestur

26.2.2021

Sölu- og markaðsstörf
Sækja um
Sækja um