Tvær lektorsstöður í hjúkrunarfræði

Háskólinn á Akureyri

Sótt er um starfið í gegnum vefform
Opna vefform
Sótt er um starfið með því að senda tölvupóst á
Senda umsókn

Tvær lektorsstöður í hjúkrunarfræði

Háskólinn á Akureyri

Akureyri

Háskólinn á Akureyri auglýsir lausar til umsóknar tvær 100% stöður lektora í hjúkrunarfræði við Hjúkrunarfræðideild HA. Einnig er möguleiki á ráðningu í hlutastarf.

Helstu verkefni og ábyrgð

Leitað er að öflugum einstaklingum til að annast kennslu, rannsóknir og stjórnun við Hjúkrunarfræðideild. Næsti yfirmaður er formaður Hjúkrunarfræðideildar. Starfsvettvangur er Háskólinn á Akureyri. Stöðurnar eru veittar frá og með 1. desember 2021. Ráðningartími er tímabundinn til fimm ára en viðkomandi getur óskað eftir ótímabundinni ráðningu að þeim tíma liðnum samkvæmt reglum nr. 258/2016 um störf dómnefndar og ráðningar akademískra starfsmanna við Háskólann á Akureyri. Framgangur í stöðu dósents eða prófessors kemur til greina við ráðningu hafi umsækjandi hæfi til þess að mati dómnefndar. Háskólinn á Akureyri er eini háskólinn á Íslandi sem býður upp á sveigjanlegt nám í hjúkrunarfræði. Námið er fjögurra ára nám til BS prófs. Niðurstöður kannana meðal nemenda sýna ánægju með gæði og innihald námsins. Nám í hjúkrunarfræði er fyrir öll kyn. Samkeppnispróf eru haldin við lok fyrsta misseris og ákvarða hverjir fá að halda áfram námi á vormisseri fyrsta árs. Fjöldi nemenda eftir haustmisseri fyrsta árs er u.þ.b. 75 á hverju ári. Fastráðnir starfsmenn deildarinnar eru tæplega 20 manna metnaðarfullur hópur, samsettur af akademískum starfsmönnum, verkefnastjórum og aðjúnktum. Einnig koma fjölmargir stundakennarar að kennslu í deildinni bæði í fræðilegu og klínísku námi.

Hæfnikröfur

 • Umsækjandi skal hafa þekkingu og reynslu í samræmi við alþjóðleg viðmið fyrir viðkomandi starfsheiti á fræðasviðinu, staðfest með áliti dómnefndar, og doktorsprófi frá viðurkenndum háskóla. Áherslusvið skal vera innan hjúkrunarfræði.
 • Reynsla af kennslu og rannsóknum á háskólastigi er skilyrði.
 • Krafist er góðrar hæfni í mannlegum samskiptum, góðrar færni í að miðla þekkingu og skipulagshæfni.
 • Gott vald á íslensku og ensku, jafnt töluðu sem rituðu máli.

  Umsókn skal fylgja:
 • Greinargóð skýrsla um náms- og starfsferil, fræðistörf og kennslureynslu.
 • Greinargerð um fyrirhugaðar rannsóknaráherslur.
 • Staðfest afrit af prófskírteinum.
 • Umsagnir um kennslu- og stjórnunarstörf umsækjanda.
 • Tilnefna skal þrjá meðmælendur. Æskilegt er að einn þeirra sé næsti yfirmaður umsækjanda í núverandi eða fyrra starfi.
 • Fræðilegar ritsmíðar sem umsækjandi telur sín bestu verk (allt að fimm ritum). Þegar fleiri en einn höfundur stendur að innsendu ritverki skal umsækjandi gera grein fyrir framlagi sínu til verksins. Við ráðningu verður miðað við, að þeir sem störfin hljóta falli sem best að aðstæðum og þörfum Hjúkrunarfræðideildar Háskólans á Akureyri

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara á Akureyri hafa gert.
Meðferð umsókna, mat á hæfi umsækjenda og ráðning í starfið er í samræmi við ákvæði laga nr. 63/2006 um háskóla, laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla, reglna nr. 387/2009 fyrir Háskólann á Akureyri og reglna nr. 258/2016 um störf dómnefndar og ráðningar akademískra starfsmanna við Háskólann á Akureyri. Ófullnægjandi umsóknir verða ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu í starfið hefur verið tekin. Háskólinn á Akureyri áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Umsókn getur gilt í sex mánuði eftir að umsóknarfresti lýkur.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 03.05.2021

Nánari upplýsingar veitir

Margrét Hrönn Svavarsdóttir - mhs@unak.is, deildarformaður hjúkrunarfræðideildar - 460 8471
Eydís Kr Sveinbjarnardóttir - eydis@unak.is, sviðsforseti heilbrigðisvísindasviðs - 460 8482

Háskólinn á Akureyri

Vefsíða

Staðsetning

Akureyri

Starfshlutfall

100%

Auglýsing birt

Umsóknarfrestur

3.5.2021

Kennsla og rannsóknir
Sækja um
Sækja um