Háskólinn á Akureyri auglýsir lausar til umsóknar tvær 100% stöður lektora í hjúkrunarfræði við Hjúkrunarfræðideild HA. Einnig er möguleiki á ráðningu í hlutastarf.
Helstu verkefni og ábyrgð
Leitað er að öflugum einstaklingum til að annast kennslu, rannsóknir og stjórnun við Hjúkrunarfræðideild. Næsti yfirmaður er formaður Hjúkrunarfræðideildar. Starfsvettvangur er Háskólinn á Akureyri. Stöðurnar eru veittar frá og með 1. desember 2021. Ráðningartími er tímabundinn til fimm ára en viðkomandi getur óskað eftir ótímabundinni ráðningu að þeim tíma liðnum samkvæmt reglum nr. 258/2016 um störf dómnefndar og ráðningar akademískra starfsmanna við Háskólann á Akureyri. Framgangur í stöðu dósents eða prófessors kemur til greina við ráðningu hafi umsækjandi hæfi til þess að mati dómnefndar. Háskólinn á Akureyri er eini háskólinn á Íslandi sem býður upp á sveigjanlegt nám í hjúkrunarfræði. Námið er fjögurra ára nám til BS prófs. Niðurstöður kannana meðal nemenda sýna ánægju með gæði og innihald námsins. Nám í hjúkrunarfræði er fyrir öll kyn. Samkeppnispróf eru haldin við lok fyrsta misseris og ákvarða hverjir fá að halda áfram námi á vormisseri fyrsta árs. Fjöldi nemenda eftir haustmisseri fyrsta árs er u.þ.b. 75 á hverju ári. Fastráðnir starfsmenn deildarinnar eru tæplega 20 manna metnaðarfullur hópur, samsettur af akademískum starfsmönnum, verkefnastjórum og aðjúnktum. Einnig koma fjölmargir stundakennarar að kennslu í deildinni bæði í fræðilegu og klínísku námi.
Hæfnikröfur
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara á Akureyri hafa gert.
Meðferð umsókna, mat á hæfi umsækjenda og ráðning í starfið er í samræmi við ákvæði laga nr. 63/2006 um háskóla, laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla, reglna nr. 387/2009 fyrir Háskólann á Akureyri og reglna nr. 258/2016 um störf dómnefndar og ráðningar akademískra starfsmanna við Háskólann á Akureyri. Ófullnægjandi umsóknir verða ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu í starfið hefur verið tekin. Háskólinn á Akureyri áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Umsókn getur gilt í sex mánuði eftir að umsóknarfresti lýkur.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 03.05.2021
Nánari upplýsingar veitir
Margrét Hrönn Svavarsdóttir - mhs@unak.is, deildarformaður hjúkrunarfræðideildar - 460 8471
Eydís Kr Sveinbjarnardóttir - eydis@unak.is, sviðsforseti heilbrigðisvísindasviðs - 460 8482