Ert þú í námi og á milli anna? Þá eru sumarstörf nema eitthvað fyrir þig!
Landsvirkjun ræður til starfa nemendur á flest svið fyrirtækisins bæði á höfuðborgarsvæðinu og á aflstöðvum á landsbyggðinni.
Dæmi um sumarstörf í boði sumarið 2021:
- Teymisvinna við viðhald, rekstur og eftirlit á vél- og rafbúnaði aflstöðva á Sogssvæði, Þjórsársvæði, Fljótsdal, Laxá og Blöndu. Hentar vélfræði- og rafvirkjanemum.
- Verkstjórn í sumarvinnu unglinga á höfuðborgarsvæðinu og við aflstöðvar á Sogssvæði, Þjórsársvæði, Fljótsdal, Laxá og Blöndu.
- Aðstoð í móttöku, við símsvörun og rekstur húsnæðis Landsvirkjunar á Háaleitisbraut.
- Aðstoð við matreiðslu, undirbúning og frágang í mötuneytum fyrirtækisins á Háaleitisbraut, í Búrfelli og í Blöndu.
- Fjölbreytt verkefni í fjárstýringu, innkaupum, reikningshaldi og rekstrarþróun.
- Móttaka gesta í gestastofum Landsvirkjunar í Ljósafossstöð og í Kröflustöð.
- Móttaka gesta og umsjón með Þjóðveldisbæ í Þjórsárdal.
- Verkefni við eftirlit og uppfærslu gagna tengdum jarðvegsstíflum Landsvirkjunar.
- Verkefni á aflstöðvum við skráningu og frágang á teikningum, tæknigögnum og gerð rekstrarleiðbeininga.
- Aðstoð við ýmis sérhæfð skrifstofustörf.
- Verkefni við upplýsingatækni og stafræna þróun.
- Verkefni tengd umhverfisstjórnun.
- Verkefni tengd vindorku, vatnamælingum og jöklamælingum.
- Verkefni við vinnslu landfræðilegra upplýsinga.
- Verkefni við mælingar og greiningu vatnafarsgagna á starfssvæðum Landsvirkjunar.
Umsóknarfrestur er til og með 28.febrúar n.k. Athugið að ekki er tekið við umsóknum sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur.