Sumarstörf háskóla-, iðn- og tækninema 2021

Landsvirkjun

Sótt er um starfið í gegnum vefform
Opna vefform
Sótt er um starfið með því að senda tölvupóst á
Senda umsókn

Sumarstörf háskóla-, iðn- og tækninema 2021

Landsvirkjun

Reykjavík

Ert þú í námi og á milli anna? Þá eru sumarstörf nema eitthvað fyrir þig!

Landsvirkjun ræður til starfa nemendur á flest svið fyrirtækisins bæði á höfuðborgarsvæðinu og á aflstöðvum á landsbyggðinni.

Dæmi um sumarstörf í boði sumarið 2021:

 • Teymisvinna við viðhald, rekstur og eftirlit á vél- og rafbúnaði aflstöðva á Sogssvæði, Þjórsársvæði, Fljótsdal, Laxá og Blöndu.  Hentar vélfræði- og rafvirkjanemum.
 • Verkstjórn í sumarvinnu unglinga á höfuðborgarsvæðinu og við aflstöðvar á Sogssvæði, Þjórsársvæði, Fljótsdal, Laxá og Blöndu.
 • Aðstoð í móttöku, við símsvörun og rekstur húsnæðis Landsvirkjunar á Háaleitisbraut.
 • Aðstoð við matreiðslu, undirbúning og frágang í mötuneytum fyrirtækisins á Háaleitisbraut, í Búrfelli og í Blöndu.
 • Fjölbreytt verkefni í fjárstýringu, innkaupum, reikningshaldi og rekstrarþróun.
 • Móttaka gesta í gestastofum Landsvirkjunar í Ljósafossstöð og í Kröflustöð.
 • Móttaka gesta og umsjón með  Þjóðveldisbæ í Þjórsárdal.
 • Verkefni við eftirlit og uppfærslu gagna tengdum jarðvegsstíflum Landsvirkjunar.
 • Verkefni á aflstöðvum við skráningu og frágang á teikningum, tæknigögnum og gerð rekstrarleiðbeininga.
 • Aðstoð við ýmis sérhæfð skrifstofustörf.
 • Verkefni við upplýsingatækni og stafræna þróun.
 • Verkefni tengd umhverfisstjórnun.
 • Verkefni tengd vindorku, vatnamælingum og jöklamælingum.
 • Verkefni við vinnslu landfræðilegra upplýsinga.
 • Verkefni við mælingar og greiningu vatnafarsgagna á starfssvæðum Landsvirkjunar.

Umsóknarfrestur er til og með 28.febrúar n.k. Athugið að ekki er tekið við umsóknum sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur.

Landsvirkjun

Vefsíða

Staðsetning

Reykjavík

Starfshlutfall

Sumarstarf

Auglýsing birt

Umsóknarfrestur

28.2.2021

Iðnaðarstörf
Sérfræðistörf
Önnur störf
Sækja um
Sækja um