Skjalavörður á skrifstofu fjármála og rekstrar

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Sótt er um starfið í gegnum vefform
Opna vefform
Sótt er um starfið með því að senda tölvupóst á
Senda umsókn

Skjalavörður á skrifstofu fjármála og rekstrar

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Reykjavík

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir laust til umsóknar starf á skjalasafni ráðuneytisins. Í ráðuneytinu starfar um 45 manna samhentur hópur á sex skrifstofum. Ráðuneytið leggur áherslu á góðan starfsanda, góð starfsskilyrði og jafnræði kynjanna. Ráðuneytið hefur hlotið gæðavottun umhverfisstjórnunarkerfis og jafnlaunavottun.

Helstu verkefni og ábyrgð

Um er að ræða starf á skrifstofu fjármála og reksturs innan ráðuneytisins. Málefni skrifstofunnar felast í almennum rekstri og stoðþjónustu við aðrar skrifstofur ráðuneytisins. Starfið felur í sér samvinnu innan skrifstofunnar um málefni er varða skjölun og skalavistun og felst meðal annars í skráningu erinda, frágangi mála í málaskrá og geymsluskráningu skjala. Starfið felur einnig í sér þjónustu við starfsmenn ráðuneytis og þátttöku í innleiðingu nýs skjalavistunarkerfis auk annarra tilfallandi verkefna.

Hæfnikröfur

  • Menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi
  • Reynsla af almennum skrifstofustörfum æskileg
  • Góð almenn tölvukunnátta og þekking á Office 365
  • Reynsla af störfum innan stjórnsýslunnar er kostur
  • Þekking á skjalvistunarkerfinu GoPro er kostur
  • Góð íslensku- og enskukunnátta bæði í ræðu og riti
  • Hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum, nákvæmni og skipulagshæfni

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag starfsmanna stjórnarráðsins hafa gert.

Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf á íslensku þar sem umsækjandi gerir grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 02.03.2021

Nánari upplýsingar veitir

Stefán Guðmundsson - stefan.gudmundsson@uar.is - 5458620

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Vefsíða

Staðsetning

Reykjavík

Starfshlutfall

100%

Auglýsing birt

Umsóknarfrestur

2.3.2021

Skrifstofustörf
Sækja um
Sækja um