Sérfræðingur á rekstrarvakt

Reiknistofa bankanna

Sótt er um starfið í gegnum vefform
Opna vefform
Sótt er um starfið með því að senda tölvupóst á
Senda umsókn

Sérfræðingur á rekstrarvakt

Reiknistofa bankanna

Reykjavík

Við erum að leita að framúrskarandi einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á rekstri tölvukerfa, eftirliti og öryggismálum.Rekstrarvakt RB sinnir vöktun og eftirliti með kerfum RB og annarra fjármálafyrirtækja, allan sólarhringinn, alla daga ársins. Starfsfólk hópsins vinnur á vöktum og bregðst við uppákomum í fjármálakerfinu.

Helstu verkefni:

 • Eftirlit og viðbragð við uppákomum
 • Stuðningur og samskipti við aðra hópa innan sem utan fyrirtækis
 • Regluleg verkefni eins og prófanir á tvöfaldri uppsetningu kerfa, skýrslugerð, eftirlit með keyrslu vinnsla
 • Sérverkefni til þess að betrumbæta vöktun eða viðbrögð við uppákomum

Hæfniskröfur:

 • Reynsla úr rekstri tölvuumhverfa
 • Menntun við hæfi sem nýtist í starfi er kostur (t.d. tölvunarfræði/kerfisfræði)
 • Þjónustulund og samskiptahæfileikar
 • Þekking á netþjónum, netkerfum, gagnagrunnum
 • Þekking/reynsla af eftirlitskerfum er kostur
 • Sjálfstæð vinnubrögð og samviskusemi
 • Næmni fyrir smáatriðum og góð yfirsýn
 • Hæfni til að vinna vel undir álagi þegar þess þarf

RB er traust og öflugt þjónustufyrirtæki á sviði upplýsingatækni sem hefur þróað hinar ýmsu fjármálalausnir, þar á meðal megin greiðslukerfi landsins.

Við bjóðum góða vinnuaðstöðu, tækifæri til endurmenntunar og starfsþróunar, frábæra samstarfsfélaga og umhverfi þar sem fagmennska, öryggi og ástríða eru undirstaða allra verka.

Nánari upplýsingar veitir Ingvi Ágústsson, forstöðumaður Rekstrarstýringu, ingvi.agustsson@rb.is.

Reiknistofa bankanna

Vefsíða

Staðsetning

Reykjavík

Starfshlutfall

100%

Auglýsing birt

Umsóknarfrestur

24.2.2021

Upplýsingatækni
Sækja um
Sækja um