Við leitum að öflugum heilbrigðismenntuðum sérfræðingi í eftirlitsdeild á þjónustusviði Sjúkratrygginga Íslands. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf við eftirlit með samningum og þjónustuveitendum ásamt tilheyrandi upplýsingagjöf og leiðsögn. Sjúkratryggingar Íslands vinna í verkefnamiðuðu vinnuumhverfi þar sem rík áhersla er lögð á góðan aðbúnað starfsmanna.
Helstu verkefni og ábyrgð
Hæfnikröfur
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands, www.sjukra.is/starf. Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá ásamt kynningarbréfi. Öllum umsóknum verður svarað þegar niðurstaða um ráðningu liggur fyrir. Ráðning tekur mið af jafnréttisáætlun stofnunarinnar. Umsókn gildir í 6 mánuði frá lokum umsóknarfrests. Upplýsingar um stofnunina má finna á heimasíðu hennar: www.sjukra.is
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 01.03.2021
Nánari upplýsingar veitir
Ari Matthíasson - ari.matthiasson@sjukra.is - 515-0000
Júlíana Hansdóttir Aspelund - juliana.hansdottir@sjukra.is - 515-0000