Ráðgjafi óskast

Framfararteymi Keðjunnar

Sótt er um starfið í gegnum vefform
Opna vefform
Sótt er um starfið með því að senda tölvupóst á
Senda umsókn

Ráðgjafi óskast

Framfararteymi Keðjunnar

Reykjavík

Keðjan leitar nú að starfsfólki í Framfararteymið - teymi sem vinnur með börnum með þroskaraskanir og fjölskyldum þeirra. Mikilvægt er að umsækjendur hafi áhuga á og/eða reynslu af notkun óhefðbundinna tjáskiptaleiða.

Í starfinu felst aðstoð við fjölskyldur og einstaklinga inni á heimilum. Teymið veitir börnum og fullorðnum stuðning og þjónustu m.a. vegna fötlunar, félagslegra aðstæðna og uppeldis.

Vinnutími er seinnipart dags og starfshlutfall er 50-70%,eftir samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Styðja við foreldra í uppeldi barna sinna.
 • Veita stuðning og leiðbeiningar við ýmsar athafnir daglegs lífs.
 • Eftirfylgd einstaklings- og stuðningsáætlana.
 • Virkt notendasamráð og samvinna við aðstandendur og aðra samstarfsaðila.
 • Þátttaka í þverfaglegu starfi og faglegri þróun.

Hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. á sviði þroskaþjálfunar, heilbrigðis-, félags- eða menntavísinda.
 • Áhugi og/eða reynsla af notkun óhefðbundinna tjáksiptaleiða
 • Áhugi á þverfaglegri teymisvinnu og valdeflingu.
 • Geta til að vinna markvisst að áætlunum með einstaklingum og fjölskyldum.
 • Góð hæfni í mannlegum samskiptum, samstarfshæfni og sveigjanleiki.
 • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
 • Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags

Framfararteymi Keðjunnar

Vefsíða

Staðsetning

Reykjavík

Starfshlutfall

50-70%

Auglýsing birt

Umsóknarfrestur

26.2.2021

Önnur störf
Sækja um
Sækja um