Mannauðsstjóri

Isavia

Sótt er um starfið í gegnum vefform
Opna vefform
Sótt er um starfið með því að senda tölvupóst á
Senda umsókn

Mannauðsstjóri

Isavia

Hafnarfjörður

Isavia leitar að metnaðarfullum og árangursdrifnum mannauðsstjóra sem hefur jákvæðni að leiðarljósi og drifkraft til að ná árangri í krefjandi verkefnum  í samvinnu við öflugt starfsfólk félagsins. Mannauðsstjóri kemur að mótun, innleiðingu og framkvæmd á stefnu Isavia á sviði mannauðsmála, jafnréttismála og almennri velferð starfsfólks. Hann er jafnframt fulltrúi móðurfélags gagnvart dótturfélögum þegar kemur að mannauðsmálum. Hann ber ábyrgð á áætlanagerð og daglegum rekstri sinnar deildar. Mannauðsstjóri heyrir undir framkvæmdastjóra fjármála og mannauðs.

Helstu verkefni

 • Dagleg stýring á mannauðsteymi félagsins
 • Ábyrgð, framkvæmd og eftirfylgni með umbótaverkefnum í mannauðsmálum
 • Ábyrgð á innleiðingu á stefnum og verkferlum félagsins í mannauðsmálum
 • Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur með það að markmiði að auka gæði mannauðsmála félagsins
 • Ábyrgð á árangursmælingum og greiningum í mannauðsmálum
 • Ábyrgð á innri markaðsmálum og upplýsingagjöf
 • Ábyrgð á verkefnum sem stuðla að jákvæðum starfsanda og góðri vinnustaðamenningu

Hæfniskörfur

 • Framhaldsmenntun í mannauðsstjórnun eða sambærilegt nám
 • Marktæk reynsla á sviði mannauðsmála og stjórnunar
 • Framúrskarandi hæfni í samskiptum
 • Frumkvæði og kraftur til að hrinda hugmyndum í framkvæmd
 • Áhugi, þekking og reynsla af notkun upplýsingatækni til aukinnar skilvirkni
 • Umbótamiðuð hugsun og framsýni

Starfsstöð: Hafnarfjörður

Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar nk.

Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Arnarsdóttir framkvæmdastjóri fjármála og mannauðs, ingibjorg.arnarsdottir@isavia.is

Isavia

Vefsíða

Staðsetning

Hafnarfjörður

Starfshlutfall

100%

Auglýsing birt

Umsóknarfrestur

28.2.2021

Sérfræðistörf
Stjórnunarstörf
Sækja um
Sækja um