Hjá Umhverfisstofnun er laust til umsóknar starf lögfræðings á sviði efna, eftirlits og veiðistjórnunar í teymi efnamála og teymi lífríkis- og veiðistjórnunar. Lögfræðingurinn mun starfa í öflugum teymum þar sem áhersla er lögð á þverfaglega samvinnu. Starfsvið lögfræðings felst í vinnu með sérfræðingum að greiningu og úrlausn lögfræðilegra og stjórnsýslulegra álitamála við ákvarðanatöku varðandi efnamál og veiði og lífríkismál. Jafnframt þátttöku í annarri fjölbreyttri greiningarvinnu í þverfaglegu starfi. Lögfræðingurinn mun taka þátt í samstarfi við ráðuneyti, aðrar ríkisstofnanir, hagsmunaaðila , sveitarfélög, fyrirtæki og samtök þeirra.
Helstu verkefni og ábyrgð
Hæfnikröfur
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Starfsaðstaða sérfræðingsins getur verið í Reykjavík, Hellissandi, Patreksfirði, Ísafirði, Akureyri, Mývatni, Egilsstöðum, Hellu eða Vestmannaeyjum; allt eftir búsetu. Gagnkvæmur reynslutími er sex mánuðir við ráðningu. Æskilegt er að lögfræðingurinn geti hafið störf sem fyrst.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 24.02.2021
Nánari upplýsingar veitir
Skúli Þórðarson - skuli@ust.is - 591 2000
Þóra Margrét Pálsdóttir Briem - thoram@ust.is - 591 2000