Leikskólakennari óskast í Helgafellsskóla
Í Helgafellsskóla eru þrjá leikskóladeildir fyrir börn á aldrinum 2ja til 5 ára. Umgjörð skólans er heilstætt skólastarf í leik- og grunnskóla þar sem samþætt er nám, leikur og frístundir. Í skólanum er unnið með fjölbreyttar kennsluaðferðir og vellíðan nemenda er í fyrirrúmi.
Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.
Leitað er að starfsmanni í fullt starf til frambúðar.
Menntun og hæfnikröfur:
Umsóknir skulu innihalda starfsferilsskrá og kynningarbréf sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum ásamt rökstuðningi fyrir hæfni í starfið. Nánari upplýsingar um starfið veitir Rósa Ingvarsdóttir, skólastjóri Helgafellsskóla í síma: 547-0600.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Ráðið er í öll störf óháð kyni.