Leikskólakennara vantar á leikskóladeild Ártúnsskóla. Leikskólinn er 3 deilda leikskóli við Árkvörn 4. 110 R. Í leikskólanum dvelja 61 barn við leik og störf.
Ártúnsskóli er samrekinn leikskóli, grunnskóli og frístundaheimili þar sem áhersla er lögð á að allir fái að njóta sín í leik og starfi. Hlutverk Ártúnsskóla, í samvinnu við heimilin, er að stuðla að alhliða þroska nemenda og leggja grunn að virkri þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi. Einkunnarorð skólans eru Árangur-Virðing-Vellíðan. Stefnt er að framúrskarandi árangri, virðing borin fyrir fólki og umhverfi og fjölbreytileikanum fagnað.
Skólinn leggur áherslu á heildstæða móðurmálskennslu, umhverfismennt og útikennslu, heilsueflingu, sköpun og lífsleikni.
Helstu verkefni og ábyrgð
Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara, þ.m.t. að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi undir stjórn deildarstjóra.
Hæfniskröfur
Frekari upplýsingar um starfið
Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ v/ Félags leikskólakennara.