Iðnaðarmaður í þjónustumiðstöð

Sveitarfélagið Árborg

Sótt er um starfið í gegnum vefform
Opna vefform
Sótt er um starfið með því að senda tölvupóst á
Senda umsókn

Iðnaðarmaður í þjónustumiðstöð

Sveitarfélagið Árborg

Selfoss

Mannvirkja- og umhverfissvið Árborgar leitar eftir kraftmiklum og drífandi einstaklingi í góðan hóp starfsmanna þjónustumiðstöðvar. Iðnaðarmaður í þjónustumiðstöð er hluti af öflugu teymi sem sér um allan rekstur, umhirðu og viðhald á landi og fasteignum sveitarfélagsins. Meðal verkefna teymisins er viðhald á eignum sveitarfélagsins, minni háttar nýframkvæmdir ásamt ýmsum tilfallandi verkefnum vegna þjónustu við íbúa, stofnanir og fyrirtæki sveitarfélagsins.

Um er að ræða 100% starf og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.

Helstu verkefni

  • Umsjón með viðhaldsframkvæmdum í umboði þjónustufulltrúa eignadeildar
  • Allt almennt viðhald sem fylgir fasteignum
  • Viðhald leiktækja
  • Viðhald götugagna s.s bekkja
  • Önnur tilfallandi verkefni sem heyra undir þjónustumiðstöð

Kröfur um menntun og hæfi

  • Sveinsbréf í trésmíðum, meistararéttindi er kostur
  • Hæfni og reynsla til að bregðast við ófyrirséðum tilfallandi verkefnum tengdum viðhaldi fasteigna
  • Ökuréttindi
  • Hæfni og geta til að meta ástand fasteigna ásamt því að leiðbeina og aðstoða aðra fagmenn um viðhaldsþörf
  • Hæfni í mannlegum samskiptum

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns eru hvattir til að sækja um starfið. Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Vakin er athygli á stefnu Árborgar að jafna hlutfall kynjanna í störfum á vinnustöðum sveitarfélagsins.

Nánari upplýsingar veitir Grétar Ingi Árnason verkstjóri þjónustumiðstöðvar, í síma 480-1500 eða í gegnum tölvupóst: thjonustumidstod@arborg.is. Eingöngu er hægt að sækja um starfið hér á ráðningarvef sveitarfélagsins.

Umsóknarfrestur er til og með 28. Febrúar 2021. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Sveitarfélagið Árborg

Vefsíða

Staðsetning

Selfoss

Starfshlutfall

100%

Auglýsing birt

Umsóknarfrestur

28.2.2021

Iðnaðarstörf
Sækja um
Sækja um