Heilbrigðisstofnun Norðurlands Dalvík óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í 50% stöðu á heilsugæslu. Staðan er veitt frá 11. september 2021 eða eftir samkomulagi.
Helstu verkefni og ábyrgð
Í starfinu felst ábyrgð á öllum almennum verkefnum hjúkrunarfræðinga samkvæmt lögum og reglugerðum um heilsugæsluþjónustu. Einnig að unnið sé samkvæmt markmiðum hjúkrunar, deildarinnar og stofnunarinnar.
Hæfnikröfur
- Íslenskt hjúkrunarleyfi skilyrði - Reynsla af heilsugæsluhjúkrun æskileg - Viðbótarmenntun í heilsugæsluhjúkrun eða öðru námi sem nýtist í starfi er kostur - Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum - Góðir samskiptahæfileikar - Jákvæðni og sveigjanleiki - Ökuleyfi
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Öllum umsóknum verður svarað. Áskilinn er réttur til að hafna umsóknum ef einstaklingar uppfylla ekki framangreind skilyrði. Tóbaksnotkun og notkun á rafsígarettum er ekki heimil á vinnutíma innan HSN. Með umsókn skal fylgja afrit af prófskirteini, íslenskt hjúkrunarleyfi og náms- og starfsferilsskrá.
Starfshlutfall er 50%
Umsóknarfrestur er til og með 03.03.2021
Nánari upplýsingar veitir
Anita Ragnhild Aanesen - anita.aanesen@hsn.is - 432 4400