Fjölhæfur unglingakennari

Laugalækjarskóli

Sótt er um starfið í gegnum vefform
Opna vefform
Sótt er um starfið með því að senda tölvupóst á
Senda umsókn

Fjölhæfur unglingakennari

Laugalækjarskóli

Reykjavík

Laugalækjarskóli leitar að kennara í 100% starf frá 1. ágúst 2021 til að sinna fjölbreyttri stuðningskennslu á unglingastigi og hafa umsjón með nemendum. Hæfni til að kenna nýbúum ensku og kenna er kostur. Eins og ávallt er leitað að einstaklingi sem hefur óbilandi trú á unglingum, áhuga á menntun þeirra og velferð og er tilbúinn að taka þátt í að móta metnaðarfullt skólastarf.

Laugalækjarskóli er annar af hverfisskólum Laugarneshverfis, stofnaður árið 1960. Í skólanum eru um 360 nemendur í 7. – 10. bekk. Einkunnarorð skólans eru virðing, eldmóður og gleði. Stöðugt er stefnt að því að byggja upp ábyrga og sjálfstæða einstaklinga. Þar eru í lykilhlutverki þverfagleg verkefnavinna, námsmöppur nemenda og markviss ígrundun þeirra um eigið nám, ásamt öflugri lífsleiknikennslu og öflug stuðningskennslu. Laugalækjarskóli vinnur eftir hugmyndafræðinni um jákvæðan aga og skólinn er réttindaskóli UNICEF. Um árabil hefur skólinn átt gott samstarf við Háskóla Íslands og Háskólann í Þrándheimi um menntun og þjálfun kennaranema. Félagsmiðstöðin Laugó er staðsett í húsnæði skólans og vinnur með skólanum að félagsstarfi barna og unglinga í Laugarneshverfi. Skólinn býr að ríkum umbótavilja og hefð hefur skapast fyrir lýðræðislegri skólaþróun og samvirkri forystu starfsmanna.

Nánari upplýsingar veita Jón Páll Haraldsson skólastjóri (jon.pall.haraldsson@rvkskolar.is) og Sólveig Hrafnsdóttir aðstoðarskólastjóri (solveig.hrafnsdottir@rvkskolar.is), sími 411 7900.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og fagfólk m.a. með umsjón nemendahópa.
 • Íslenskukennsla nýbúa og almenn stuðningskennsla.
 • Kennsla í ensku og jafnvel í dönsku.
 • Virk þátttaka í þróun skólastarfsins með samstarfsfólki.

Hæfniskröfur

 • Leyfisbréf til kennslu með sértæka hæfni á grunn- eða framhaldsskólastigi.
 • Reynsla og áhugi á að kenna unglingum og starfa með þeim.
 • Leikni í samskiptum, samstarfi og sveigjanleiki í starfi.
 • Frumkvæði og löngun til þess að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.
 • Hæfni og menntun til að sinna kennslu nýbúa.
 • Menntun og hæfni til enskukennslu og kennslufræði tungumála.
 • Reynsla af kennslu annarra námsgreina eða af samþættingu námsgreina er kostur.

Umsókn fylgi ferilskrá, leyfisbréf og annað er málið varðar.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og sambands íslenskra sveitarfélaga v. KÍ

Laugalækjarskóli

Vefsíða

Staðsetning

Reykjavík

Starfshlutfall

100%

Auglýsing birt

Umsóknarfrestur

26.2.2021

Kennsla og rannsóknir
Sækja um
Sækja um