Fjölbreytt & skemmtilegt starf í stuðningsþjónustu

Þjónustumiðstöð Breiðholts

Sótt er um starfið í gegnum vefform
Opna vefform
Sótt er um starfið með því að senda tölvupóst á
Senda umsókn

Fjölbreytt & skemmtilegt starf í stuðningsþjónustu

Þjónustumiðstöð Breiðholts

Reykjavík

Þjónustumiðstöð Breiðholts leitar að starfsmanni til að veita fötluðum einstaklingum stuðning. Um er að ræða stuðningsþjónustu fyrir fólk með líkamlega, geðræna eða vitsmunalega skerðingu. Stuðningur fer fram inni á heimili fólks og í nærumhverfi þess.

Við störfum eftir hugmyndafæðinni um ,,sjálfstætt líf" þar sem virðing og sjálfsákvörðunarréttur hvers og eins er hafður að leiðarljósi. Við veitum góða leiðsögn til starfsmanna í öflugu fagumhverfi og leggjum áherslu á teymisvinnu.

Ráðningarform: Tímabundin ráðning með möguleika á fastráðningu

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Stuðningur til einstaklinga við að taka þátt í þátt í menningar- og félagslífi.
  • Stuðningur við að halda heimili, t.d. við innkaup og heimilisstörf.
  • Stuðningur við læknisheimsóknir, í banka eða annað sem einstaklingur þarf aðstoð með.
  • Eftirfylgd einstaklingsbundinnar þjónustuáætlunar.
  • Vinnutími er sveigjanlegur en ekki er um vaktavinnu að ræða.

Nánari upplýsingar um starfið og verkefnin veitir Eydís Dóra Sverrisdóttir (eydis.dora.sverrisdottir@reykjavik.is) í síma 411-1300 eða Lára S. Baldursdóttir.

Hæfniskröfur

  • Góð almenn menntun. Háskólamenntun æskileg.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum, samstarfshæfni og sveigjanleiki.
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Hreint sakavottorð.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðeigandi stéttafélags.

Þjónustumiðstöð Breiðholts

Vefsíða

Staðsetning

Reykjavík

Starfshlutfall

80%

Auglýsing birt

Umsóknarfrestur

1.3.2021

Önnur störf
Sækja um
Sækja um