Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða leitar að framsýnum, metnaðarfullum og öflugum forstöðumanni yfir nýjum íbúðakjarna fyrir geðfatlaða á Laugavegi.
Hlutverk íbúðakjarnans er að veita íbúum aðstoð til að eiga sjálfstætt og innihaldsríkt líf innan og utan heimilis með því að mæta þörfum þeirra með áherslu á sjálfstætt líf og valdeflandi stuðning.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Dagleg stjórnun, starfsmannahald og skipulag á starfsemi
- Þátttaka í stefnumótun ásamt þróun og nýbreytni í þjónustu
- Samstarf við íbúa, aðstandendur og hagsmunasamtök
- Tryggja að framkvæmd þjónustu sé í samræmi við lög, reglur, stefnur og markmið velferðarsviðs og Reykjavíkurborgar
Hæfniskröfur
- Háskólamenntun á sviði heilbrigðis-, mennta- eða félagsvísinda og framhaldsmenntun sem nýtist í starfi æskileg
- Reynsla af sambærilegum störfum
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum, sjálfstæði í vinnubrögðum, skipulagshæfni og frumkvæði
- Þekking eða áhugi á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar
Frekari upplýsingar um starfið
Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.