Deildarstjóri launadeildar

Sveitarfélagið Árborg

Sótt er um starfið í gegnum vefform
Opna vefform
Sótt er um starfið með því að senda tölvupóst á
Senda umsókn

Deildarstjóri launadeildar

Sveitarfélagið Árborg

Selfoss

Sveitarfélagið Árborg auglýsir starf deildarstjóra launadeildar laust til umsóknar. Við leitum af einstaklingi sem hefur áhuga á því að taka þátt í krefjandi verkefnum hjá ört stækkandi sveitarfélagi. Viðkomandi þarf að hafa áhuga á þróun verkferla með það að markmiði að auka skilvirkni og veita betri þjónustu, innleiðingu rafrænna lausna og stefnumótun til framtíðar.

Um 100% starf er að ræða. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Dagleg stjórnun og rekstur launadeildar.
 • Launaútreikningar.
 • Upplýsingagjöf og ráðgjöf til stjórnenda .
 • Ábyrgð á framkvæmd kjarasamninga sem unnið er eftir hverju sinni.
 • Stýrir gerð launaáætlunar í samráði við stjórnendur.
 • Stefnumótun og þróun á verkferlum til að auka skilvirkni deildarinnar.
 • Ábyrgð á gerð stjórnenda- og tölfræðiupplýsinga úr launagögnum.
 • Veitir aðstoð við gerð kjarasamninga og samskipti við Samband íslenskra sveitarfélaga vegna kjaramála.
 • Eftirlit með jafnlaunakerfi.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun í viðskiptafræði eða skyldum greinum.
 • Starfsreynsla á sviði launaútreikninga er áskilin.
 • Reynsla og þekking á H-launum er æskileg.
 • Reynsla og þekking á Vinnustund er æskileg.
 • Góð tölvukunnátta og færni í framsetningu tölfræðilegra upplýsinga.
 • Þjónustulund, góð framkoma og jákvætt viðmót.
 • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu æskileg.
 • Sjálfstæði, frumkvæði og skipulögð vinnubrögð.
 • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku.

Vakin er athygli á stefnu Árborgar að jafna hlutfall kynjanna í störfum og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Laun fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Umsóknum skal fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur starfsins.

Nánari upplýsingar veitir:

Ingibjörg Garðarsdóttir, fjármálastjóri, inga@arborg.is, sími 480-1900.

Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar n.k

Eingöngu er hægt að sækja um starfið hér á ráðningarvef sveitarfélagsins.

Sveitarfélagið Árborg

Vefsíða

Staðsetning

Selfoss

Starfshlutfall

100%

Auglýsing birt

Umsóknarfrestur

28.2.2021

Skrifstofustörf
Stjórnunarstörf
Sækja um
Sækja um