Aðjúnkt í hagnýtri atferlisgreiningu

Háskóli Íslands

Sótt er um starfið í gegnum vefform
Opna vefform
Sótt er um starfið með því að senda tölvupóst á
Senda umsókn

Aðjúnkt í hagnýtri atferlisgreiningu

Háskóli Íslands

Reykjavík

Laust er til umsóknar fullt starf aðjúnkts til tveggja ára við námsleið í hagnýtri atferlisgreiningu við Háskóla Íslands. Um er að ræða þverfræðilega námsleið á Menntavísindasviði og við Sálfræðideild á Heilbrigðisvísindasviði þar sem lögð er áhersla á börn með sérþarfir. Leitað er að einstaklingi með menntun á sviði hagnýtrar atferlisgreiningar til að sinna kennslu, rannsóknum og þróun námsins í samstarfi við fagaðila innan og utan Háskóla Íslands. Tilvonandi aðjúnkt verður með aðsetur á Menntavísindasvið. Starfsskyldur aðjúnktsins eru kennsla (65%), rannsóknir (31%) og stjórnun (4%). Aðjúnktinn muni kenna og hafa umsjón með námskeiðum á sviði hagnýtrar atferlisgreiningar í starfi með börnum. Meðal námskeiða sem aðjúnktinn mun kenna í samstarfi við aðra sérfræðinga eru Hagnýt atferlisgreining í skólastarfi og uppeldi,  Einhverfa og þroskafrávik: Snemmtæk kennsla, stuðningur og ráðgjöf og Hegðunar- og bekkjarstjórnun.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Kennsla í námskeiðum á meistarastigi á sviði hagnýtrar atferlisgreiningar.
  • Leiðsögn með lokaverkefnum nemenda.
  • Rannsóknir á sviði hagnýtrar atferlisgreiningar.
  • Þátttaka í þróun náms í hagnýtri atferlisgreiningu við Háskóla Íslands.

Hæfnikröfur

  • Meistara- eða doktorsgráða á sviði atferlisgreiningar eða náskyldri grein.
  • Reynsla af hagnýtri atferlisgreiningu með börnum með sérþarfir.
  • Reynsla af kennslu í háskóla og/eða rannsóknarsamstarfi er kostur.
  • Góð færni í íslensku og/eða ensku í ræðu og riti.
  • Góð samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum.
  • Frumkvæði og sjálfsstæði í starfi.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.

Við ráðningu verður miðað við að sá eða sú er starfið hlýtur falli sem best að aðstæðum og þörfum námsleiðar í hagnýtri atferlisgreiningu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en 1.ágúst 2021. Gert er ráð fyrir að ofangreint starf verði veitt frá 1. júlí 2021 eða samkvæmt samkomulagi. Ráðið verður í starfið til tveggja ára. Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókninni: Ferilskrá, staðfest afrit af prófskírteinum, greinargerð þar sem áhuga á starfinu er lýst og hvað umsækjandi telur sig geta lagt af mörkum til þess og upplýsingar um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans. Háskóli Íslands er stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun Íslands. Háskólinn veitir nemendum víðtæka menntun á öllum helstu fræðasviðum og þjónar stofnunum, fyrirtækjum og stjórnvöldum í þágu almannaheilla. Háskóli Íslands býður fjölbreytt nám á öllum stigum og er eini háskóli landsins sem býður grunnnám og framhaldsnám á öllum helstu fræðasviðum. Á Menntavísindasviði fer fram rannsóknartengt starfsnám fyrir kennara á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi, uppeldis- og menntunarfræðinga, íþrótta- og heilsufræðinga, tómstunda- og félagsmálafræðinga, og þroskaþjálfa. Lögð er áhersla á rannsóknir og þróunarstarf sem unnið er í samstarfi við starfsvettvang.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 26.02.2021

Nánari upplýsingar veitir

Íris Árnadóttir - iris@hi.is - 525-5945 / 899-8601
Lára Rún Sigurvinsdóttir - lararun@hi.is - 5255905

Háskóli Íslands

Vefsíða

Staðsetning

Reykjavík

Starfshlutfall

100%

Auglýsing birt

Umsóknarfrestur

26.2.2021

Kennsla og rannsóknir
Sækja um
Sækja um