Skilmálar

Skilmálar

Siðast uppfært 1.6.2020
Með því að auglýsa hjá Tengja.is samþykkir þú eftirfarandi skilmála.

Almennt

Tengja.is er vefmiðill sem býður notendum upp á að fylgjast með og sækja um atvinnu út frá auglýstum störfum. Fyrirtæki skrá laus störf á vefinn fyrir atvinnuleitanda að sækja um. Kaupandi ber ábyrgð á því að réttar upplýsingar komi fram við kaup. Tengja tekur enga ábyrgð á að efni og innihald auglýsinga sé ekki rétt útfyllt. 

Tengja áskilur sér rétt til að breyta reglum og skilmálum án fyrirvara.

Verð og greiðslur

Öll verð á vefnum eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur. Heildarkostnaður við kaup á þjónustu er tekin saman áður en kaupandinn staðfestir auglýsinguna. Hann inniheldur allan kostnað þjónustunar eins og virðisauka og fl.

Atvinnuauglýsing hjá Tengja kostar 9.990kr + VSK. 

Hægt er að hafa samband við okkur á tengja@tengja.is ef þú vilt greiða með millifærslu eða fá sendan reikning.

Birting á auglýsingu

Birtingarferlið hefst eftir að gengið hefur verið frá greiðslu. Tengja gefur sér allt að 24 tíma til þess að yfirfara auglýsinguna áður en hún er birt á vefsvæði. 

Trúnaður

Tengja heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar til þriðja aðila. 

Lög um varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál hans vegna skal það rekið fyrir Hérðasdómi Reykjavíkur. Tengja ber ekki ábyrgð né skaðabótaskyldu ef upp kemur ágreiningur milli fyrirtækja og/eða einstaklinga sem nýta sér vefsvæðið.

Vefmælingar

Tengja notar Plausible Analytics við vefmælingar. Nánar hér: www.plausible.io/about
Havana ehf.
Kennitala: 5806191500
VSK númer: 135148
Hafa samband: tengja@tengja.is